Vegfarendur á Siglufjarðarvegi eru beðnir að aka með sérstakri gát vegna þess að það er þæfingsfærð eða hálka og mjög slæmt skyggni og eingöngu fært fjórhjóladrifsbílum. Óvissustig er á veginum og gæti hann lokast með stuttum fyrirvara.

Öxnadalsheiði er lokuð vegna veðurs og verður vegurinn ekki opnaður í dag.

Snjókoma og skafrenningur og lítið sem ekkert skyggni er í Húnavatnssýslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og skafrenning eru víða.