Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir

Vindur fer nú vaxandi á Norðurlandi með tilheyrandi skafrenningi. Óveður er á Siglufjarðarvegi og slæm færð.  Búið er að loka Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er ófær og þar er stórhríð. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni og versnandi færð. Þá er Lágheiðin ófær og Víkurskarð.  Vegagerðin greinir frá þessu nú í kvöld.

Múlagöng