Ekki eru horfur á að það lægi að gagni um norðvestan- og norðanvert landið fyrr en í fyrsta lagi seint í nótt og í fyrramálið. Skafrenningur og lítið skyggni á Vestfjörðum og Norðurlandi, en dregur heldur úr ofankomunni.
Á Norðurlandi vestra er búið er að loka Öxnadalsheiði. Vegir eru að mestu auðir í Húnavatnssýslum en óveður er í Langadal. Ófært á Siglufjarðarvegi, utan Hofsós. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Þverárfalli.
Vegagerðin greinir frá þessu kl. 18:17 í dag.