Siglufjarðarvegur ófær
Ófært er um Siglufjarðarveg samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn verður að auki ekki opnaður í dag. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og víða él eða snjókoma. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Héðinsfirði.