Siglufjarðarvegur ófær

Siglufjarðarvegur hefur verið ófær mestan part dagsins, aðeins hafa 21 bíll farið um veginn frá miðnætti og þar til hann varð ófær. Skafrenningur er á svæðinu og hefur verið mjög hvasst í allan dag á Siglufjarðarvegi og hafa hviðurnar náð mest í 30,8 m/s. Í Héðinsfirði hefur einnig verið mikill vindur í dag, og mældist mest 32,3 m/s núna undir kvöld. Þá hefur Lágheiðin verið ófær undanfarna daga.

Kennsla féll niður hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag vegna veðurs, en skólaakstur frá Siglufirði og Dalvík var felldur niður.