Siglufjarðarvegur ófær
Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum og snjókoma mjög víða. Ófært er frá Fljótum til Siglufjarðar. Ófært er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært á Tjörnesi og stendur mokstur yfir. Þæfingur er á Mývatnsöræfum.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar kl. 7:35 í morgun.