Siglufjarðarvegur loksins opinn

Siglufjarðarvegur var opnaður síðdegis í dag en hann var ófær og einnig var snjóflóðahætta þar síðustu daga. Þá er búið að opna Ólafsfjarðarmúla og fleiri aðalvegi á Norðurlandi. Víða eru þó vegir einbreiðir á sumum köflum.

Lágheiði er einn ófær eins og yfirleitt á þessum árstíma. Víða er éljagangur og skafrenningur á Norðurlandi.