Ófært og stórhríð er á Siglufjarðarvegi.  Hálka, snjóþekja og hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli en verið að moka. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum er víða snjóþekja eða hálka og éljagangur eða skafrenningur. Snjóþekja og stórhríð er á Grenivíkurvegi.

Vegagerðin greinir frá þessu núna í morgun.