Hafist var handa í morgun við að moka Siglufjarðarveg milli bæjar og Strákaganga en mörg snjóflóð hafa fallið á veginn. Þá féllu flóðin öll norðan við Selgil.

Snjómoksturstæki eru enn að störfum en verkið er tímafrekt þar sem að flóðin hafa mörg hver mælst vera um 5 metrar á hæð og 40 til 60 metra löng.

Heimild: mbl.is