Vegagerðin greinir frá því að færðin sé orðin skaplegri fyrir norðan en í gærkvöldi þá voru nokkrir vegir ófærir.

Norðanlands er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Þæfingsfærð er þó í Norðurárdal í Skagafirði og ófært er um Hófaskarð þar sem beðið er með mokstur.