Siglufjarðarvegur aftur lokaður

Í dag tókst að opna Siglufjarðarveg í nokkra klukkutíma en þar var þæfingsfærð, mjög blint og slæm akstursskilyrði. Vegurinn er nú ófær og lokaður fyrir allri umferð. Ófært er frá Ketilási til Siglufjarðar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ólafsfjarðarmúla verður líklega lokað núna kl. 20:00 en þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.

Þeir sem þurfa nauðsynlega að vera á ferðinni ættu að fylgjast vel með fréttum frá Vegagerðinni.