Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu er lýst yfir í dag föstudag kl 15.30 í Ólafsfjarðarmúla.  Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu.

Skilgreining á B: Óvissustig. Hætta talin á snjóflóðum en samt ekki talin ástæða til að loka. Stig 3 snjóflóðaspár. Það gæti hafa fallið lítið snjóflóð eða það er veður sem snjóflóð falla oft í, vindátt, snjókoma. Einnig byggt á mælum og öðrum athugunum á staðnum.