Siglufjarðarstrætó alla leið til Akureyrar

Hafnar eru áætlunarferðir milli Siglufjarðar og Akureyrar hjá fyrirtækinu Hópferðabílum Akureyrar sem stofnað var fyrir fjórum árum. Ekið er frá Olís á Siglufirði og Hafnarstræti 77 Akureyri. Tvær ferðir verða farnar á dag virka daga, fyrri frá Siglufirði kl 06:40 og sú síðari klukkan 10:30. Frá Akureyri er farið klukkan 08:10 og 16:30. Nánari upplýsingar um verð og ferðatíðni eru á heimasíðu Hópferðabíla Akureyrar en stefnt er að óbreyttu fyrirkomulagi fram að áramótum.

 

Texti: www.akureyrivikublad.is