Siglufjarðarskarð sprengt fyrir 70 árum

Árið 1944, eða fyrir 70 árum síðan var Siglufjarðarskarð sprengt niður um 12-14 metra, og var þá talið vera 630 metra yfir sjávarmáli. Vegurinn var svo opnaður tveimur árum síðar, en þá fór fyrsti langferðabíllinn yfir skarðið, en þó ekki hjálparlaust, því jarðýta þurfti að draga bíllinn um 600 metra þar sem vegurinn var ekki full byggður. Var það Baldvin Kristinsson frá Sauðárkróki, en hann var líka fyrsti maðurinn sem fór yfir skarðið á bifreið, árið 1938.

Heimildir: Siglfirskur Annáll eftir Þ. Ragnar Jónasson, útgefin árið 1998. Tímaritið Íslendingur, árg. 32, 1946.

Sigl_skarð_skilti