Siglufjarðarkirkja um páskana

Tilkynning um dagskrá í Siglufjarðarkirkju um páskana.
Pálmasunnudagur, 28. mars kl. 17.00: Almenn guðsþjónusta.
Föstudagurinn langi, 2. apríl kl. 17.00: Lesmessa.
Páskadagur, 4. apríl kl. 11.00: Hátíðarguðsþjónusta. Bjarnatón sungið. Vinsamlegast athugið, að vegna samkomutakmarkana yfirvalda verður enginn hátíðarmorgunverður í boði Systrafélags Siglufjarðarkirkju að þessu sinni að lokinni guðsþjónustu.
Verið hjartanlega velkomin til helgihaldsins.
Sóknarprestur
Sóknarnefnd
Ljósmyndir: Magnús Rúnar Magnússon /Héðinsfjörður.is