Siglufjarðarkirkja streymir athöfnum

Vegna hertra samkomutakmarkana fellur almenna guðsþjónustan niður sem vera átti í dag í Siglufjarðarkirkju. Í stað hennar verður helgistund á sama tíma, kl. 17.00, lokuð athöfn, en henni streymt á facebook síðu Siglufjarðarkirkju.
Eins er með lesmessuna á föstudaginn langa, hún verður lokuð en henni streymt þaðan kl. 17.00.
Og sama er að segja um páskadag. Þar verður helgistund kl. 11.00 í stað hátíðarguðsþjónustunnar, lokuð athöfn en henni streymt.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni.