Siglufjarðarkirkja opin ferðamönnum

Siglufjarðarkirkja hefur verið opin hluta úr degi í sumar fyrir ferðamenn og aðra gesti. Unglingar úr Vinnuskóla Fjallabyggðar hafa staðið vaktina með miklum sóma. Fjallabyggð styrkti verkefnið um 170.000 kr, eða 150 tíma. Tíðindamaður Héðinsfjarðar leit við í síðustu viku þegar mjög heitt var í veðri á Siglufirði, eða yfir 20 gráður. Það var notalegt að komast inn í kirkjuna því þar var loftið svalt og notaleg tónlist í gangi, en bróðir sóknarprestsins var þá að spila bítlalagið Yesterday á flygilinn.