Í vikunni hefur verið unnið að því að mála Siglufjarðarkirkju. Turn kirkjunnar er ansi hár og þarf til þess körfubíl Slökkviliðs Fjallabyggðar, sem er árgerð 1969.  Það er Anton Mark Duffield fyrrum knattspyrnumaður Leifturs og KS sem sér um verkið.

Bygging Siglufjarðarkirkju hófst 16. maí 1931, hornsteinn var lagður 15. ágúst 1931. Kirkjan var vígð 28. ágúst 1932. Kirkjan tekur um 400 manns í sæti. Í kirkjuturni er stundaklukka og klukkuspil sem gefið var til minningar um sr. Bjarna Þorsteinssonar á aldarafmæli hans 14. október 1961. Árið 1974 voru gluggar kirkjunnar endurnýjaði og settir í þá steindar rúður. Á kirkjuloftinu þar sem Gagnfræðaskóli Siglufjarðar hafði verið til húsa í 23 ár var standsett safnaðarheimili og tekið í notkun á 50 ára afmæli kirkjunnar í september 1982. Þann 25. ágúst 1996 var vígt 24 radda mekaniskt pípuorgel, tveggja hljómborða og pedal. Umfangsmikla lagfæringar hafa verið gerðar á kirkjunni á s.l. 12-17 árum. Kirkjan var einangruð utan og klædd Í-Múr, þakklæðning og þakgluggar endurnýjaðir.