Siglufjarðarkirkja í byggingu

Þessi frábæra mynd er líklega tekin árið 1931 og sýnir að búið er að steypa upp Siglufjarðarkirkju og verið er að slá upp turninum. Fyrir 85 árum, eða árið 1930 var byrjað að undirbúa bygginguna og fjáröflun var gerð fyrir verkinu. Kirkjan var svo vígð árið 1932. Nánar í eldri frétt sem skrifuð var hér á 80 ára afmæli kirkjunnar.

Kostnaðaráætlun fyrir verkið var 80.677 kr. að undanskilinni jarðvinnslu.  Arkitektinn var Árni Finsen og yfirsmiður var Sverrir Tynes. Útboðið var auglýst um haustið samtímis á Siglufirði, Akureyri og í Reykjavík. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson voru valdir til verksins og voru þeir frá Akureyri. Þeir áttu ekki lægsta tilboðið og olli það einhverjum deilum. Þeir skrifuðu undir verksamning í febrúar 1931. Byrjað var að grafa fyrir kirkjunni í maí 1931 og hófst steypuvinna í júní sama ár. Steypu var lokið í ágúst 1931 og var kirkjan þá nær fokheld. Var svo kirkjan fullsmíðuð um veturinn. Málngarvinnan var einnig boðin út í júní 1932 og var hún máluð um sumarið.

17364624936_d17dc92cc4_oMynd úr safni Steingríms Kristinssonar, höfundur ókunnugur.