Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar

Hafnarstjórn Fjallabyggðar fjallaði í vikunni um Fjallabyggðarhafnir. Meirihluti hafnarstjórnar Fjallabyggðar lagði áherslu á neðanritað eftir umræður á fundi.

1. Lögð er áhersla á að Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar.
2. Ólafsfjarðarhöfn verði viðhaldið sem leguhöfn og smábátahöfn.
3. Hafnarbryggja á Siglufirði verði lagfærð í tveimur áföngum.
4. Núverandi hafnarsvæði á Ólafsfirði og Siglufirði verði tekið til endurskoðunar, skipulagningar m.t.t. framkominna hugmynda.
5. Hafnarstjórn leggur áherslu á að styrkja ímynd Fjallabyggðar sem útgerðarbæjar.