Siglufjarðarflugvelli lokað í sumar vegna sparnaðar

Siglufjarðarflugvelli verður lokað í sumar að sögn ISAVIA og tekur gildi 1. júlí næstkomandi en til vara 16. október 2014.  Ástæðan er sögð vera í nafni hagræðing­ar og sparnaðar. ISAVIA segir  flug­brautina á Sigluf­irði hafa farið hrakandi og ekki verði veitt fé til að viðhalda henni.

Af­leiðing verður sú að áætl­un­ar­vél­um verður óheim­ilt að lenda á Siglufjarðarflugvelli auk þess sem trygg­ing­ar einka­flug­véla krefjast flest­ar að lent sé á skráðum völl­um þar sem vissa er um ákveðinn aðbúnað þeirra. Þá verða upp­lýs­ing­ar um flugvöllinn ekki birt­ar á flug­kort­um í framtíðinni.

Siglufjörður