Siglósport gerir samning um búninga fyrir KF

Fréttatilkynning frá KF:

KF og Siglósport hafa gert með sér samning um að KF spila í Hummel næstu þrjú árin. Það er gríðarlega ánægjulegt að þessi samningur sé orðinn að veruleika bæði fyrir félagið sem og Siglósport. Með samningnum þá mun Siglósport sjá um búningamál félagsins og munu foreldrar geta farið í búðina og pantað sér búning og látið merkja.

Miðvikudaginn 11397584718___424082. nóvember milli kl 17 og 20 fer fram mátunardagur í Siglósport. Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að kíkja í verslunina og máta fatnaðinn sem er tilvalin jólagjöf en stefnt er að því að vörurnar verði tilbúnar til afhendingar fyrri partinn í desember. Við hvetjum líka þá sem æfa knattspyrnu yfir sumartímann til að nýta tækifærið og ganga frá mátun og kaupum á fatnaðinum.
Þess má geta að KF og Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS) munu samnýta utanyfirgallann þannig að börn og unglingar sem stunda báðar íþróttagreinar geta nýtt gallann bæði í tengslum við knattspyrnuna sem og badminton. Þeir foreldrar sem eiga börn sem einungis stunda badminton hjá TBS eru að sjálfsögðu velkomin á mátunardaginn og ganga frá pöntun af utanyfirgallanum.

Með kveðju frá KF.