Fjölmargir leikir fóru fram í karla- og kvennadeildum á Sigló mótinu í blaki sem fram fór í Fjallabyggð um helgina.
Blakfélag Fjallabyggðar var með fjögur lið á mótinu í ár. Liðunum gekk ekki mjög vel í ár og voru bæði karlaliðin í neðsta sæti í sínum riðli. Kvennalið BF léku í 1. og 2. deild kvenna og voru liðin í neðsta og næstneðsta sæti í sínum riðlum.
BF í 1. deild karla lék 5 leiki og unnu 2 hrinur og töpuðu 8. Liðið gerði tvö jafntefli, við Splæsir og BH frá Hafnarfirði. KA-Ö vann 1. deild karla.
BF í 2. deild karla lék 4 leiki og vann 2 hrinur en tapaði 6. Liðið vann Splæsir Ekki en tapaði öðrum leikjum. Von Skagen vann 2. deild karla.
BF í 1. deild kvenna lék 5 leiki og vann 2 hrinur en tapaði 6. Liðið vann Rima 2-0 en tapaði öðrum leikjum. Krákurnar unnu 1. deild kvenna.
BF í 2. deild kvenna lék 5 leiki og vann tvær hrinur en tapaði 8.Liðið gerði jafntefli við Mývetninga 1-1 og við Skutlur-Eik 1-1. Liðið endaði í næstneðsta sæti í riðlinum. Blakfélag Hafnarfjarðar vann 2. deild kvenna.
Frænkur unnu 3. deild kvenna. Bryðjur unnu 4. deild kvenna. Birnur unnu 5. deild kvenna og Völsungur-Elítur unnu 6. deild kvenna.
Verðlaunaafhending fór fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins en liðin í þremur efstu sætum hverrar deildar fá verðlaun frá Benecta og ChitoCare sem eru aðalstyrktaraðilar BF og mótsins.