Glæsilegi golfvöllurinn Siglógolf á Siglufirði opnar fimmtudaginn 30. maí, en flatirnar koma vel undan vetri í ár. Er þessi opnun viku fyrr en árið 2018. Umsjónarmenn vallarins vinna nú að því að hafa völlinn sem  besta fyrir sumarið. Fimmtán golfmót hafa verið skipulögð á Siglufirði í sumar og hefst það með Rauðkumótaröðinni 12. júní.  Upplýsingar um bókun á rástíma fara fram á siglogolf.is og golf.is.

 

Image may contain: sky, grass, cloud, outdoor and nature
Siglógolf. Ljósmynd: Egill Rögnvaldsson.