Siglógolf gæti opnað í næstu viku

Í vikunni mættu yfir 30 félagsmenn Golfklúbbs Siglufjarðar til að gera golfvöll bæjarins, Siglógolf, kláran fyrir sumarið. Allar glompur voru teknar og hreinsaðar og sandi bætt í þær flestar. Í raun er beðið eftir meiri sandi til að klára verkið. Flatirnar verða slegnar í lok vikunnar og byrjun næstu viku og teigmerki sett upp.
Völlurinn er lokaður fyrir almenning þessa vikuna en stefnt er á opnun í næstu viku. Þá verður hægt að skrá rástíma á golf.is. Gleðilegt golfsumar í Fjallabyggð.
Fyrsta mótið hjá GKS er sett 16. júní þegar Rauðkumótaröðin verður sett í gang.
Það sannast eins og oft áður, margar hendur vinn létt verk. Það er mikil samstaða um golfvöllinn á Siglufirði og allir hjálpast að.
Mynd: GKS.
May be an image of einn eða fleiri og náttúra
Mynd: GKS.