Sigló Ski Lodge er ný viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu

Sigló Ski Lodge er ein af þeim 10 viðskiptahugmyndum sem hafa verið valdar til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal Startup Tourism sem hefst þann 16. febrúar næstkomandi. Verkefnið er sérsniðið að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu og er ætlað að veita þeim faglega undirstöðu og hraða ferlinu sem þau fara í gegnum frá því að hugmynd fæðist þar til viðskipti taka að blómstra. Alls 94 umsóknir en tíu þeirra fá stuðning og aðstoð yfir 10 vikna tímabil og tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.  Um er að ræða samstarfsverkefni Icelandic Startups, Bláa Lónsins, Íslandsbanka, Isavia, Vodafone og Íslenska ferðaklasans.

Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Sigló Ski Lodge er nýr áfangastaður og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi.