Sigló hótel veitir ofurþjónustu

Svanhildur Daníelsdóttir kennari frá Akureyri gisti nýlega á Sigló hótel og lenti í því ásamt tugum annarra gesta að verða veðurteppt þar vegna lokana á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Hún gefur hótelinu hæstu einkunn og segir frá því að gestir hafi fengið að gista áfram á sínum herbergjum endurgjaldslaust og fengið frían morgunmat. Þá hafi verið búið að skafa og sópa af bílum gestanna við brottför. Þá sagði hún frá því að á Aðalbakaríinu á Siglufirði hafi verið boðið upp á frítt smurt brauð fyrir gesti sem komu þangað.

“Gróðafíkn er eitthvað sem Siglfirðingar hafa ekki smitast af.  Siglufjörður lengi lifi, takk fyrir okkur”. – Segir Svanhildur á fésbókarsíðu sinni.

22496478214_ec80717a7f_z