Sigló Hótel opnar heimasíðu sína

Nýja hótelið á Siglufirði, Sigló Hótel hefur opnað heimasíðu þar sem allar mögulegar upplýsingar er að finna. Hótelið mun opna 1. júní 2015, en nú er hægt að kaupa gjafabréf með 10 % afslætti af gistingu og gildir tilboðið fram að jólum.

Á hótelinu verður Veitingastaðurinn Sunna, þar sem verður í boði léttur matseðill og útsýni yfir smábátahöfnina og löndunarbryggjuna.

Fjórar tegundir af herbergjum verður í boði, en það er Svíta, sem er 40-45 m2 að stærð með einkasvölum, Junior Svíta, Standart herbergi sem er 23 m2 og Lúxus herbergi sem er 29 m2, með svölum sem snúa að Hólshyrnunni.

Heimasíðan er á íslensku og á ensku, á tveimur lénum, www.siglohotel.is og www.hotelsiglo.is.

siglohotel