Sigló hótel hefur tilkynnt á facebook-síðu sinni að hótelinu hafi verið lokað tímabundið. Tilkynningin er þar á ensku, en fram kemur að starfsmenn hlakki til að opna aftur fljótlega. Einnig kemur fram að starfsmenn hafi notað tímann í að gera allt hreint.
Ekki náðist í forráðamenn hótelsins vegna þessarar fréttar. Í símsvara hótelsins er bent á að hótelið sé lokað tímabundið en hægt sé að senda póst á siglohotel@siglohotel.is fyrir allar fyrirspurnir.