Sigló hótel eins árs

Eitt ár er liðið síðan Sigló hótel var opnað. Framkvæmdir hófust í lok árs 2013 og var formleg opnun í júlí 2015. Hótelið hefur 68 herbergi, veitingastað og bar. Við inngang hússins er svo heitur pottur og gufubað fyrir gesti hótelsins. Gríðarlegt útsýni er frá herbergjun hótelsins sem er á tveimur hæðum.  Bæði er mikið fjallaútsýni og eins yfir höfnina og mannlífið í miðbænum. Fréttamaður síðunnar brá sér í heimsókn í vikunni og fékk að taka nokkrar myndir og ganga um hótelið.  Ódýrasta Classic herbergið yfir sumartímann kostar frá 35.000 kr. samkvæmt bókunarupplýsingum á booking.com, Deluxe herbergi frá 51.000 kr, Junior Svíta frá kl. 64.000 og loks 47 fm. svíta frá kr. 101.000 kr.

 

DSCN0762 DSCN0753 DSCN0759 DSCN0758 DSCN0760 DSCN0761

 

DSCN0407