Sigló hótel auglýsir eftir starfsfólki

Sigló hótel mun opna í júní á þessu ári og núna eru þeir að leita að fólki í ýmis störf, bæði heilsárs- og sumarstörf. Meðal starfa er gestamóttaka, herbergisþrif og ræstingar, framleiðsla morgunverðar, þjónusta í sal og á bar, matreiðslufólk, aðstoð í eldhúsi og uppvask. Það er því um að gera fyrir þá sem eru í atvinnuleit eða vilja vinna á þessu glæsilega nýja hóteli að sækja um þessi störf.

Nánari upplýsingar eru á Siglóhótel.is

16297821367_a3a94d89f1_z(1)