Nýi golfvöllurinn á Siglufirði hefur fengið nafnið Sigló golf. Völlurinn opnar mánudaginn 11. júní og er hægt að bóka rástíma á golf.is eða hjá Sigló Hótel í síma 461-7730. Formleg opnun vallarins verður þó ekki fyrr en nýr golfskáli verður tilbúinn sem verður um miðjan júlí ef allar áætlanir standast. Völlurinn hefur verið í uppbyggingu síðustu árin en loksins sér fyrir endan á þessum frábæru framkvæmdum.
