Siglfirskur bjór kominn í framleiðslu hjá Segull 67

Eitt af nýju fyrirtækjunum í Fjallabyggð er Brugghúsið Segull 67 á Siglufirði. Einn eigandanna er Marteinn B. Haraldsson tölvunarfræðingur en hann hefur verið áhugabruggari og lætur nú drauminn rætast. Foreldrar hans og afi eru meðeigendur og aðstoðar fjölskylda og vinir eftir þörfum við þá vinnu sem þarf að gera. Standsetning á húsinu er langt komin og er fyrsti bjórinn kominn í framleiðslu en þarna er hægt að burgga 1000 lítra í einu. Stefnt er að því að opna húsið fyrir jól og bjóða almenningi að skoða og smakka framleiðsluna. Brugghúsið var áður gamalt frystihús. Þessi framkvæmd mun klárlega laða að ferðamenn sem koma til Fjallabyggðar og skapar vonandi einhver störf í framtíðinni.

20581003173_13fde18ae9_z