Í vikunni fór fram þriðja sumarkastmót Ungmennafélagsins Glóa og mættu sjö keppendur til leiks. Keppt var í kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og boltakasti. Eitt siglfirskt aldursflokkamet féll þegar að Bjartmar Ari Aðalsteinsson kastaði kúlunni 7.50 metra í flokki 10 ára og yngri og bætti 6 ára gamalt met Patreks Þórarinssonar um rúma 70 sentimetra.
Allir keppendur bættu sinn persónulega árangur í einhverjum greinum.
Heimild: http://umfgloi.123.is/