Ennþá eru til u.þ.b 100 eintök af hinu geysivinsæla Siglfirska jólaskrauti.
Pantanir hafa nú flestar verið afgreiddar annað hvort með því að þær hafa verið sóttar á höfuðborgarsvæðinu, sendar í pósti til allra staða utan höfuðborgarsvæðisins og Siglufjarðar, eða með afhendingu á Siglufirði.
Sala á Siglufirði.
Júlía Birgisdóttir Laugarvegi 24 á Siglufirði, formaður sóknarnefndar og Systrafélags Siglufjarðarkirkju er með skrautið til sölu hjá sér og er hægt að hringja í hana og panta.
Ennfremur er það til sölu hjá Ásu og Hugborgu í Siglufjarðar apóteki.
Höfuðborgarsvæðið, landið og heimurinn.
Á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu ( líka heiminum ) er hægt að panta hjá Oddnýju og Kristjáni Möller í tölvupósti kristjan@moller.is eða í síma 864 2133 og annaðhvort sækja til þeirra eða fá sent í pósti.
Athugið að ekki verður framleitt meira af þessu vinsæla Siglfirska jólaskrauti, því er um að gera að tryggja sér eintak/eintök meðan birgðir endast.
Jólaskrautið kostar kr 4.000 + sendingskostnaður ef hann þarf.
Minnt er á að allt söluandvirði skrautsins rennur til viðhalds Siglufjarðarkirkju.
Kær kveðja frá gefendum.
Oddný Hervör Jóhannsdóttir og Kristján L. Möller.