Siglfirsk ungmenni bættu met sín í Varmahlíð

Það gekk vel hjá keppendum Ungmennafélagsins Glóa á frjálsíþróttamóti í Varmahlíð s.l þriðjudag, en sjö iðkenndur frá Siglufirði tóku þátt.

Það gekk vel hjá Siglfirðingum á mótinu, því allir bættu sig í einhverjum greinum og alls voru sett 7 siglfirsk aldursflokkamet. Keppendur frá Siglufirði spreyttu sig í fyrsta sinn í sleggjukasti og fannst það mjög gaman, þar urðu til 4 ný aldursflokkamet, og svo féllu þrjú eldri met.

Salka Heimisdóttir bætti metið í kringlukasti hjá stúlkum 13-14 ára um heila 5 metra, Elín Helga Þórarinsdóttir bætti eigið met í kringlukasti 11-12 ára stúlkna, er það í þriðja sinn í sumar sem hún bætir það og svo setti Patrekur Þórarinsson glæsilegt nýtt met í spjótkasti 15-16 ára er hann kastaði tæpa 37 metra og bætti eigið met um rúma 4 metra.

Heimild: umfgloi.123.is/