Siglfirsk met féllu í Varmahlíð

Á þriðjudagsmóti UMSS í Varmahlíð á þriðjudaginn s.l. féllu fjögur siglfirsk aldursflokkamet og margir bættu afrek sín verulega.

Joachim Birgir Andersen setti með í langstökki hjá strákum 10 ára og yngri þegar hann stökk glæsilega 3.44m, Elín Helga Þórarinsdóttir setti met í kringlukasti hjá stúlkum 11-12 ára þegar hún þeytti kringlunni 16.93m og bróðir hennar Patrekur setti met í flokki 15-16 ára bæði í kringlukasti og spjótkasti. Kringunni kastaði hann 31.65m og spjótinu 32.26m.

Heimild:Ungmennafélagið Glói.