Um síðastliðna helgi fóru þrír keppendur frá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði til höfuðborgarinnar til að keppa á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum.

Keppendurnir voru: Björgvin Daði Sigurbergsson, Elín Helga Þórarinsdóttir og Patrekur Þórarinsson. Krakkarnir stóðu sig vel og komu heim með 6 verðlaun.  Átta siglfirsk aldursflokkamet féllu og tvö félagsmet hjá Ungmennafélaginu Glóa. Elín Helga náði bronsverðlaunum í kúluvarpi og Patrekur bróðir hennar setti tvö aldursflokkamet og eitt félagsmet. Þá vann Björgvin Daði til fimm verðlauna og setti fjölda meta.

Þessa má geta að eftir ferðina var hópurinn veðurtepptur í Reykjavík vegna óveðurs á Siglufirði, en þau komst þó heil heim á þriðjudaginn síðastliðinn.

UMF Glói

Patrekur, Elín Helga, Björgvin Daði á Stórmoti ÍR. Mynd frá http://umfgloi.123.is / Þórarinn Hannesson.