Siglfirðingurinn og hjúkrunarfræðingurinn Erla Björnsdóttir svaraði spurningum á samfélagsmiðlum Sjúkrahússins á Akureyri sem birt var í dag.

Spurningar og svör:

Nafn: Erla Björnsdóttir.
Fæðingarár: 1982.
Hvaðan ertu: Siglufirði.
Menntun: Hjúkrunarfræðingur, með mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun og markþjálfi.
Áhugamál: Útivist, fjallgöngur, hlaup og skíðaganga.
Hvað varstu í fyrra lífi: Góð spurning! Eitthvað dýr held ég.
Sturluð staðreynd: Ég gaf út ljóðabók á Siglufirði sem barn.
Hvernig lítur hefðbundinn vinnudagur úr á SAk: Þéttir dagar, fundir um málefni er varða alla starfsemi SAk, og svo hlaupið inn á milli í einstaka starfsmannamál, ráðgjöf, stefnumótandi verkefni. Enginn dagur eins og ótrúlega fjölbreytt verkefni.
Hvað er mest krefjandi í vinnunni: Fjöldi verkefna er varða viðkvæm málefni og ég vildi að ég gæti gert alla glaða.
Ef þú mættir breyta einhverju í vinnunni, hvað væri það: Aukið skipulag og aukin áhersla á verkefnamiðað umhverfi.
Eitthvað að lokum? Lífsspeki? Þú átt ekki orð þín eftir að þú hefur sagt þau, lífið er núna, verum góð við hvort annað og sýnum skilning.