Siglfirðingurinn Kristján L. Möller kvaddi Alþingi
Siglfirðingurinn Kristján L. Möller kvaddi Alþingi í dag eftir 17 ára þingferil. Hann flutti kveðjuræðu sína og kvaddi þingmenn og starfsfólk. Kristján starfaði sem bæjarfulltrúi á Siglufirði á árunum 1986–1998, sem forseti bæjarstjórnar árin 1986–1987, 1990–1994 og 1994–1998 og bæjarráðsmaður árin 1986–1990.
Úr æviágripi:
- Alþingismaður Norðurlands vestra 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2003 (Samfylkingin).
- Samgönguráðherra 2007–2009, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2009–2010.
- 3. varaforseti Alþingis 2010–2013, 1. varaforseti síðan 2013.