Siglfirðingar vilja nýta gamla malarvöllinn undir húsbíla og tjaldhýsi

Lagður hefur verið fram undirskriftarlisti til bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar staðsetningu húsbíla og tjaldhýsa í miðbæ Siglufjarðar og er m.a. bent á gamla fótboltavöllinn sem kjörstað fyrir ferðamenn.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt áherslu á að laga þurfi allt umhverfi á þeim stað til að sjá þessa hugmynd verða að veruleika.

Bæjarráð Fjallabyggðar bendir einnig á að verið er að skoða hugmyndir um breytingar á miðbæjarsvæðinu á Siglufirði vegna hugmynda Rauðku um að fjarlægja húsnæði Egilssíldar.
Bæjarráð Fjallabyggðar mun kalla hagsmunaaðila saman til fundar þegar búið er að afla gagna um málið.

Reiturinn sem ræðir um er merktur með x hér á kortinu við Túngötu og Eyrargötu.