Siglfirðingar unnu verðlaun á blakmóti Völsungs

Nýárs- og afmælismót Völsungs í blaki var haldið á Húsavík um helgina. Þar voru skráð 36 lið til leiks þar af 8 karlalið. Komu keppendur allt frá Siglufirði til Reyðarfjarðar og voru keppendur rúmlega 250 talsins.

Blakliðin frá Siglufirði unnu öll til verðlauna. Hjá konunum voru fjórar deildir. Súlur gerðu sér litið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í 2. deild, Skriður enduðu í öðru sæti í 3. deild og strákarnir í Hyrnunni komu heim með silfrið eftir æsispennandi úrslitaleik við KA þar sem báðar hrynurnar enduðu 21-19. Hjá körlunum var ein 8 liða deild.

10915146_10205761032330250_1097787944008409788_n