Siglfirðingamótið í golfi

Siglfirðingamótið í golfi var haldið á Garðavelli á Akranesi um helgina, en mótið er haldið árlega í kringum Menningarnóttina. Keppt var í 18 holu punktakeppni með forgjöf auk sigurvegara í höggleik. Alls tóku 60 þátt í þetta skiptið.

Jóhann Már Sigurbjörnsson fyrir Golfklúbb Siglufjarðar var efstur og hlaut 34 punkta og fór á 78 höggum. Íris Ægisdóttir fyrir GR var einnig með 34 punkta. Meðal þekktra Siglfirðinga var Möller fjölskyldan góðkunna. Jóhann Georg var á öfugum enda töflunnar í þetta skiptið en hann er í mótsstjórn.

Öll úrslit má finna á Golf.is

10171226_717006851681926_5274796170151348239_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Facebooksíða Siglfirðingagolf