Siglfirðingagolfmótið í ágúst á Akranesi

Siglfirðingamótið í golfi verður haldið sunnudaginn 25. ágúst á Akranesi. Menningarnótt í Reykjavík er haldin laugardaginn 24. ágúst og því tilvalið að skella sér í höfuðborgina þessa helgina.  Siglfirðingamótið er opið þeim sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt.

 Ræst verður á öllum teigum kl 10:00. Skráning á rástíma er eingöngu til að skrá sig saman í holl.

 

Keppnisfyrirkomulag og verðlaun:

 

  • Karla og kvennaflokkur 18 holu punktakeppni með forgjöf.
  •  Hámarksvallarforgjöf karla 24
  •  Hámarksvallarforgjöf kvenna 28
  •  Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki auk sigurvegara í höggleik.
  •  Nándarverðlaun og teiggjöf.
  •  Mótsgjald 3.500 kr

Skráning fer fram á www.golf.is

Heimild: gks.fjallabyggd.is