Siglfirðingafélagið keppir við Norðfirðingafélagið

Hið velæfða og útpælda lið Siglfirðingafélagsins keppir fimmtudaginn 7. mars við lið Norðfirðingafélagsins.  Keppnin byrjar kl. 20, en gott er að mæta tímanlega til að fá sæti.  Salurinn er Breiðfirðingabúð Faxafeni (uppi í Bónus). Aðgangseyrir er 500 kr. Kaffi og kleinur og pólo og sitthvað fleira er selt á staðnum.