Siglfirðingafélagið keppir við Norðfirðingafélagið

Búið er að draga saman lið í Spurningakeppni átthagafélaganna. 16 átthagafélög keppa og eru tvær forkeppnir dagana 28. febrúar og 7. mars. Eftir keppnina 7. mars verða svo liðin 8 sem komast áfram þessi tvö kvöld dregin saman. 8 liða úrslitin verða 21. mars og 4 liða úrslit verða 11. apríl. Úrslitakeppnin fer fram síðasta vetrardag, 24. apríl og verður dansleikur að lokinni keppni. Allar keppnirnar verða í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík og hefjast kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30, þetta kemur fram á heimasíðu Siglfirðingafélagsins.

Dregið var um hverjir keppa og hvenær í 16 liða úrslitunum og raðast það svona:

28. febrúar:

  • Skaftfellingafélagið – Átthagafélag Djúpmanna
  • Húnvetningafélagið – Átthagafélag Sléttuhrepps
  • Önfirðingafélagið – Árnesingafélagið
  • Stokkseyringafélagið – Dýrfirðingafélagið

7. mars:

  • Siglfirðingafélagið – Norðfirðingafélagið
  • Barðstrendingafélagið – Breiðfirðingafélagið
  • Súgfirðingafélagið – Átthagafélag Strandamanna
  • Átthagafélag Héraðsmanna – Vestfirðingafélagið

Nánar um keppnina má lesa á heimasíðu Siglfirðingafélagsins.