Leikfélag Fjallabyggðar sýnir nú síðustu tvær sýningar af verkinu Þrek og Tár í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði næstu daga. Íbúar eru hvattir til að sjá þetta verk á meðan sýningar standa.
Leikritið segir frá kaupmannsfjölskyldu í Reykjavík í byrjun sjöunda áratugarins. Tónlistarhæfileikar fjölskyldunnar brjótast út á mismunandi hátt hjá meðlimum hennar og krydda verkið, tónlistin er dægurflugur þess tíma. En undir niðri krauma óuppgerð átakamál, breyskleiki, og útskúfun takast á við umburðarlyndi og mannúð.
Um 20 leikarar og 5 manna hljómsveit taka þátt í þessari sýningu, en hljómsveitina skipa nemendur úr Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Næstu sýningar:
3. sýning 10. mars kl. 20
4. sýning 12. mars kl. 20
Miðaverð kr. 3.500
Aldraðir, öryrkjar og undir 14 ára: 3.000 Kr.
Miðapantanir: 8495384 – Vibekka // 8632604 – Guðrún