Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Í morgun kom síðasta skemmtiferðaskip sumarsins til Siglufjarðar og stoppaði þar hluta úr degi. Skipið heitir Sea Spirit og er það í sinni annari heimsókn í sumar á Siglufirði en það tekur 200 farþega. Skipið stoppaði á Akureyri í gær og hélt þaðan til Siglufjarðar en síðdegis í dag fór skipið til Grímseyjar í stutt stopp.  Farþegar fengu söltunarsýningu á Síldarminjasafninu í dag.

Alls komu 19 skemmtiferðaskipaheimsóknir til Siglufjarðar í sumar. Á næsta ári hefur verið bókað 10 skipakomur til Siglufjarðarhafnar og mun það örugglega aukast þegar nær dregur.  Hægt er að sjá upplýsingar um öll skipin sem komu í sumar hér á síðunni og umfjallanir á fréttasíðunni.

Sea Spirit Síldarminjasafnið