Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Það hefur verið metár í heimsóknum Skemmtiferðaskipa á Siglufirði í sumar. Í sumar voru 42 skipakomur og var áætlað að yfir 7100 farþegar hefðu verið í þessum heimsóknum. MS Pan Orama var með 16 heimsóknir í sumar, og verður síðasta heimsókn skipsins á morgun, 24. september samkvæmt upphaflegri áætlun. Með þessu mun heimsóknum skemmtiferðaskipa ljúka, nema einhverjar óvæntar heimsóknir komi. Áætlað er að skipið komi á morgun kl. 13:00 og leggi úr höfn kl. 17:00.  Með skipinu eru 49 farþegar, en þetta er minnsta skipið sem hefur heimsótt Siglufjörð í sumar í þessum skipulögðu ferðum.

Mikið markaðsstarf hefur verið unnið til að fá þessi skip til Siglufjarðar, afþreying fyrir gestina hefur batnað mikið, og heimsækja nú gestir skipanna Brugghúsið Segul 67, Síldarminjasafnið og fleira í Fjallabyggð.