Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er með opið næstu þrjá daga fyrir æfingar barna sem undirbúa sig fyrir Andrésar Andarleikana. Svæðið verður svo opið fyrir almenning á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl og einnig um næstu helgi. Síðasti opnunardagur vetrarins verður því 28. apríl.